Helguvík - tenging kísilvers


08.03.2017

Framkvæmd

Framkvæmdum við byggingu flutningsmannvirkja vegna tengingar kísilvers United Silicon í Helguvík við flutningskerfi Landsnets lauk í ársbyrjun 2016. Lagður var níu km langur 132 kV jarðstrengur, Fitjalína 2, milli Fitja og Helguvíkur, byggt nýtt tengivirki í Helguvík sem fékk nafnið Stakkur og settur upp nýr rofi í tengivirkinu á Fitjum.

Fitjalína 2 liggur um land Reykjanesbæjar, Garðs og Keflavíkurflugvallar og er á aðalskipulagi sveitarfélaganna. Gert er ráð fyrir lagningu fleiri jarðstrengja á línuleiðinni í framtíðinni.

Unnið var að hönnun og útboðsmálum árið 2014 en útboð og framkvæmdir við byggingu tengivirkisins og lagningu jarðstrengsins fóru fram á árinu 2015. Samið var við þýska kapalframleiðandann Nexans um framleiðslu jarðstrengsins sem er með 1.600 mm² heilum álkjarna og getur flutt um 160 MW.

Tengivirkið Stakkur var hannað með stækkun í huga. Íslenskir aðalverktakar önnuðust byggingu þess en ÍSTAK lagði jarðstrenginn.

Nýjum rofa til að tengja Fitjalínu 2 var komið fyrir í tengivirkinu á Fitjum. 
 


Aftur í allar fréttir